01/10/2021

Verkís stígur skrefi lengra

Verkís stígur skrefi lengra
Ofanleiti Verkís

Verkís stígur skrefi lengra. Frá og með 1. október nk. mun Verkís hf. eingöngu taka við reikningum á rafrænu formi.

Í samræmi við sjálfbærnistefnu Verkís og umhverfismarkmið, hefur á umliðnum árum verið unnið markvisst að innleiðingu pappírslausra viðskipta. Nú er komið að næsta skrefi í því ferli sem felst í að færa móttöku reikninga alfarið á rafrænt form. Það styður við ásetning Verkís um að taka tillit til umhverfisins í allri starfsemi sinni, draga úr pappírssóun og umhverfisálagi vegna flutninga. Pappírslaus viðskipti hafa auk þess margvíslega og ótvíræða kosti fyrir báða aðila. Spara vinnu, tíma og kostnað og auka öryggi viðskipta. Ferlið við sendingu, móttöku, skráningu og greiðslu reikninga verður til muna skilvirkara og hraðara.

Það eru tvær leiðir til að senda okkur rafræna reikninga. Annars vegar með skeytamiðlun úr bókhaldskerfi og hins vegar í gegnum Inexchange ehf. Á vef InExchange geta þeir sem ekki hafa tök á að senda rafræna reikninga úr bókhaldskerfi útbúið og sent reikninga með rafrænum hætti sér að kostnaðarlausu upp að 100 reikningum á ári.

Senda rafrænan reikning

Rafrænir reikningar – Leiðbeiningar

Heimsmarkmið

Verkís stígur skrefi lengra
Ofanleiti Verkís