14/07/2023

Verkís stýrir undirbúningi að jarðvarmaverkefni í Úkraínu

Verkís stýrir uppbyggingarverkefni í Úkraínu.
Verkís stýrir uppbyggingarverkefni í Úkraínu með stuðningi frá Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins.
 
Verkís hlaut nýverið styrk upp á rúmar níu milljónir króna til að undirbúa virkjun grænnar orku í vestur Úkraínu að stríði loknu. Meginmarkmið verkefnisins er að greina eftirsóknarverð jarðhitasvæði og skoða hagkvæmni þess að nýta jarðhita með beinum hætti; til húshitunar, í iðnaðarframleiðslu eða við ferðaþjónustu.
 
Verkís mun vinna verkefnið í samstarfi við ISOR sem og orkusérfræðinga í Úkraínu. Yfirvöld orkumála bæði á Íslandi og í Úkraínu leggja málinu lið.
 
 
 

Heimsmarkmið

Verkís stýrir uppbyggingarverkefni í Úkraínu.