07/11/2020

Verkís styrkir Landsbjörg með kaupum á stóra Neyðarkallinum

Neyðarkallinn 2020
Hér má sjá þau byggingarverkfræðingana og björgunarsveitafólkið Auði Atladóttur og Kára Steinar Karlsson afhenda Sveini Inga Ólafssyni, framkvæmdastjóra Verkís, stóra Neyðarkallinn í gær. 

Verkís er stolt af því að hafa innan sinna raða starfsfólk sem vinnu óeigingjarnt starf í þágu björgunarsveita á Íslandi.

Á þessum tíma árs fer venjulega fram ein stærsta fjáröflun björgunarsveita Landsbjargar, salan á Neyðarkallinum. Í ljósi aðstæðna, vegna Covid-19, hefur sölunni verið frestað fram í febrúar á næsta ári.

Samhliða sölunni á Neyðarkallinum selja björgunarsveitirnar fyrirtækjum stærri neyðarkalla. Líkt og síðustu ár kaupir Verkís kallinn ásamt því að leggja málefninu lið með fjárframlagi. Í ár er neyðarkallinn með leitarhund sér við hlið.

Hefur þú áhuga á því að gerast Bakvörður og styrkja Landsbjörgu með mánaðarlegu framlagi? Hér eru allar upplýsingar um Bakverði. 

 

Neyðarkallinn 2020
Hér má sjá þau byggingarverkfræðingana og björgunarsveitafólkið Auði Atladóttur og Kára Steinar Karlsson afhenda Sveini Inga Ólafssyni, framkvæmdastjóra Verkís, stóra Neyðarkallinn í gær.