13/10/2022

Verkís tekur þátt í Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga

Verkís tekur þátt í Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
Frá vinstri: Ragnar Bjarnason, útibússtjóri Verkís á Norðurlandi, Ari Guðmundsson, sviðsstjóri Starfsstöðvasviðs og útibússtjóri Verkís á Suðurlandi, Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Vestfjörðum, Anna María Þráinsdóttir, útibússtjóri Verkís á Vesturlandi og Guðrún Jóna Jónsdóttir, útibússtjóri Verkís á Reykjanesi.

Verkís tekur þátt í Fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem fer fram á Hilton Reykjavík Nordica í dag og á morgun. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður stjórnar sambandsins, setti ráðstefnuna í morgun og flutti Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, ávarp.

Nokkrir starfsmenn Verkís taka þátt í ráðstefnunni og er fyrirtækið einnig með kynningarbás. Verkís er með útibú í öllum landshlutum en það er metnaður stofunnar að veita staðbundna þjónustu sem víðast á landinu með stuðningi annarra sérfræðinga Verkís. 

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2022 – Samband íslenskra sveitarfélaga

Verkís tekur þátt í Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga
Frá vinstri: Ragnar Bjarnason, útibússtjóri Verkís á Norðurlandi, Ari Guðmundsson, sviðsstjóri Starfsstöðvasviðs og útibússtjóri Verkís á Suðurlandi, Jóhann Birkir Helgason, útibússtjóri Verkís á Vestfjörðum, Anna María Þráinsdóttir, útibússtjóri Verkís á Vesturlandi og Guðrún Jóna Jónsdóttir, útibússtjóri Verkís á Reykjanesi.