11/06/2020

Verkís tekur þátt í hönnun Blikastaða

Hönnuðir deiliskipulagsins eru ARKÍS arkitektar, Landslag – teiknistofa sér um landslagshönnun og Mannvit er vottunaraðili skipulagsins gagnvart BREEAM. Undir verkfræðilega hönnun fellur m.a. annars, umferðarmálefni, blágrænar ofanvatnslausnir, umhverfismál, ljós- og hljóðvist, orkumál. 

Hér er hægt að kynna sér verkefnið

Í dag eru Blikastaðir opið svæði og óbyggt en fyrirhugað er að þróa þar atvinnukjarna fyrir þjónustu og léttan iðnað. Meðal markmiða við deiluskipulagsgerð svæðisins er að haga skipulagi gatna, lóða, húsa og annarra mannvirkja þannig að þau raski sem minnst aðliggjandi náttúru og lífríki og að hafa sjálfbærni að leiðarljósi við útfærslu skipulags og bygginga þannig að hin nýja byggð verði jákvæð viðbót við núverandi umhverfi, samfélag og efnahag.

Viljayfirlýsing um uppbyggingu Blikastaða var undirrituð í júní árið 2019. Nú er búið að kynna deiliskipulag á vinnslustigi og verður deiliskipulagið auglýst í ágúst. Gatnagerð hefst á næsta ári og gert er ráð fyrir að svæðið verði byggt upp á tíu árum, frá 2021-2030. Þá er áætlað að Borgarlínan fari í gegnum svæðið árið 2030.

Mynd: Arkís / Skyggða svæðið sýnir deiliskipulagssvæði Blikastaðalands.
Gula brotalínan sýnir fyrirhugaða legu borgarlínu í gegnum landið. 

Mynd: Arkís / Blikastaðavegur við Borgarlínustöð. 

Heimsmarkmið

  • Heimsmarkmið 11
  • Heimsmarkmið 15

Blikastaðir í Mosfellsbæ
blikastadir_horft-yfir-skipulagssvaedid