18/09/2024

Verkís tekur þátt í IceFish 2024

Verkís básinn á IceFish

Verkís verður með á Sjávarútvegssýningunni IceFish, sem haldin er í Smáranum í Kópavogi dagana 18.-20. september. Áherslur Verkís á sýningunni eru orkuskipti, landtengingar skipa og hafnarmannvirki.

Starfsfólk Verkís verður á staðnum alla sýningardagana í bás E42, þar sem boðið verður upp á upplýsingar og ráðgjöf tengda orkuskiptum, landtengingum, rafmagni og stjórnbúnaði fyrir skip. Að auki er Verkís styrktaraðili fyrirlestrasvæðisins á sýningunni, þar sem boðið verður upp á örfyrirlestra. Verkís heldur sex slíka fyrirlestra, þrjá á þriðjudag og þrjá á miðvikudag.

Verkís er leiðandi í orkuskiptum og hefur í gegnum árin unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði jarðvarma, vatnsafls og nýrrar orkutækni. Sérstaða Verkís felst í þekkingu á verkefnum tengdum orkuskiptum í sjóflutningum, þar sem fyrirtækið leiðir tvö umfangsmikil nýsköpunarverkefni sem miða að því að innleiða rafeldsneytislausnir, auk nýtingar á vind- og sólarorku fyrir sjóflutninga.

Starfsfólk Verkís hefur skrifað þrjár greinar sem kynntar verða á sýningunni:

IceFish er elsta alþjóðlega sjávarútvegssýningin á Íslandi og í ár er fjórtánda sýningin haldin.
Sýningin fagnar jafnframt 40 ára afmæli frá því hún var fyrst haldin.

Heimsmarkmið

Verkís básinn á IceFish