16/05/2024

Verkís tekur þátt í IGC 2024

© www.igc.is

Verkís mun taka þátt í fimmtu ráðstefnu IGC (Iceland Geothermal Conference) sem haldin verður í Hörpu 28. – 30.maí. Ráðstefnan, sem er haldin af íslenska orkuklasanum, mun vekja athygli á fjölbreyttum tækifærum innan jarðvarmageirans.

IGC 2024 mun leiða saman iðnaðarleiðtoga, frumkvöðla og hagsmunaaðila til að ræða eins og loftlagsmál, nýstárlegar sjálfbærnilausnir, arðsemi í grænum hagkerfum, samfélagsleg áhrif í þeim efnum og margt fleira. Verkís hlakkar til að taka þátt í þessum umræðum og leggja sitt af mörkum til að móta framtíð endurnýjanlegrar orku.

Verkís mun eiga marga góða fulltrúa sem að munu flytja erindi á ráðstefnunni.

  • Hlín Vala Aðalsteinsdóttir, vélaverkfræðingur, mun fjalla um „Desalination of water with geothermal fluid“ í umræðu A2 – Direct Utilization – Diversification.
  • Vigfús Arnar Jósefsson, vélaverkfræðingur, mun kynna „Reykjanes power plant: Turning silica challenges into a business opportunity“ í umræðu B2 – Zero Waste Geothermal – Circular Economy.
  • Elín Vignisdóttir, landfræðingur mun fara yfir „Life cycle assessment of geothermal power plants in Reykjanes and Svartsengi“ í umræðu B4 – Zero Footprint Geothermal.
  • Þorleikur Jóhannesson, vélaverkfræðingur og viðskiptastjóri og Ármann E. Lund, véltæknifræðingur munu tala saman um „Can resource gathering systems ever go underground?“ í umræðu A4 – Resilience – Natural Disasters

Auk þess mun Carine Chatenay, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri í orku- og iðnaði hjá Verkís, stýra málstofu A4 – Resilience – Natural Disasters.

Við hvetjum öll til að heimsækja bás Verkís á svæði 02 til að tengjast teyminu okkar og fræðast meira um framlag okkar til jarðvarmageirans. Hægt er að skrá sig á heimasíðu IGC og vera hluti af því móta framtíð endurnýjanlegrar orku.

Heimsmarkmið

© www.igc.is