17/05/2023

Verkís tekur þátt í Nýsköpunarvikunni: Nýsköpun í mannvirkjagerð

Nýsköpun í mannvirkjagerð.

Verkís tekur þátt í Nýsköpunarvikunni í næstu viku með því að standa að fundinum Nýsköpun í mannvirkjagerð í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Viðburðurinn verður haldinn í húsnæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar í Borgartúni 21 í Reykjavík fimmtudaginn 25. maí nk. og stendur yfir frá kl. 9 – 12.30.

Á fyrri hluta fundarins verður áhersla lögð á nýsköpun í byggingarefnum hjá styrkhöfum Asks – mannvirkjasjóðs og seinni hlutinn er í samstarfi við Verkís þar sem flutt verða nokkur erindi með áherslu á umhverfisvænar lausnir á heilsutengdum húsnæðisvanda.

Mygla í húsum hefur verið útbreytt vandamál með stórfelldu eigna og heilsutjóni og hollusta húsnæðis hefur ennfremur risastóra græna skírskotun, því niðurrif bygginga og stórtækar endurbætur sem slík vandamál skapa, gera slík hús ein þau óumhverfisvænastu sem hægt er að byggja. Varpað verður ljósi á áskoranir og lausnir á þessum vanda.

Ágúst Pálsson, B.Sc. í vélaverkfræði, hjá Verkís flytur erindið Hrollkaldur sannleikur úr íslenskum veruleika (kuldabrýr og loftræsing í eldra húsnæði). 

.

Þeir Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur og Indriði Níelsson, byggingaverkfræðingur og viðskiptastjóri, báðir hjá Verkís, flytja erindið Lausnir fyrir framtíðina. 

Hér er hægt að skoða dagskrá viðburðarins og skrá sig á fundinn.

Heimsmarkmið

Nýsköpun í mannvirkjagerð.