Verkís tekur þátt í sýningunni Sjávarútvegur 2019
Verkís verður með sýningarbás á svæði A-7 í Laugardalshöll og þar verður meðal annars hægt að skoða eina fullkomnustu fiskvinnslu í Evrópu, G.Run. í Grundarfirði í sýndarveruleika.
Verkís hefur á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga og býður sérhæfða þjónustu fyrir sjávarútveginn. Þar má meðal annars nefna verkefnastjórnun, kostnaðaráætlanir, hönnun, mat á umhverfisáhrifum, tímaáætlanir, BIM, 3D skönnun, eftirlit, öryggismál, hönnun stjórnbúnaðar og vinnu vegna landtenginga skipa.
Þjónusta Verkís á sviði sjávarútvegs
Verkefni: G.Run fiskvinnsla – Grundarfjörður
Heimasíða sýningarinnar Sjávarútvegur 2019
