05/03/2018

Verkís tekur þátt í ráðstefnunni Strandbúnaður 2018

Strandbúnaður 2018
Strandbúnaður 2018

Verkís tekur þátt í ráðstefnunni Strandbúnaður 2018. Í ár verður ráðstefnan haldin dagana 19.-20. mars á Grand Hótel í Reykjavík.

Hafþór Örn Pétursson, vélaverkfræðingur á Orkusviði Verkís, mun flytja erindið Hermun á dreifingu efna og sjávarstraumum við Ísland á einni af málstofum ráðstefnunnar, Fræðandi kynningar þjónustufyrirtækja – Á sjó þann 19. mars kl. 16.30.

Það er félagið Strandbúnaður sem stendur að ráðstefnunni. Tilgangur félagsins er að stuðla að faglegri og fræðandi umfjöllun um strandbúnað og styðja þannig við menntun, rannsóknir, þróun og stefnumótun greinarinnar. Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða.

Félagið heldur ráðstefnuna árlega til að ná saman á einum stað þversneið af greininni til að vinna að framförum og sókn. Ráðstefnan er vettvangur þar sem menn hittast, styrkja sambönd og samstarf í greininni.

Á ráðstefnunni er fjallað um mikilvæg viðfangsefni á sviði fiskeldis, skeldýra- og þörungaræktar og vonast er til að hún verði uppspretta hugmynda og hvatning til góðra verka. Í aðdraganda eða í lok ráðstefnu er gert ráð fyrir að halda aðalfundi samtaka, námskeið, kynningafundi og fá þannig fjölda manns innan greinarinnar á Strandbúnaðarvikuna.

Strandbúnaður 2018
Strandbúnaður 2018