Verkís tók þátt í degi Grænnar byggðar
Ragnar Ómarsson, byggingafræðingur hjá Verkís, tók þátt í pallborðsumræðu á degi Grænnar byggðar 25.september sl. Á viðburðinum var áhersla er lögð á vistvæna byggð og sjálfbæra þróun í byggingariðnaði. Dagurinn hefur það að markmiði að auka vitund og fræðslu um vistvænar lausnir í hönnun og framkvæmdum.
Pallborðsumræðan bar yfirskriftina “Lausnir og þarfir”, þar sem Ragnar ræddi ýmis viðfangsefni sem snúa að vistvænum framkvæmdum og nýjungum í iðnaðinum. Með honum á pallborði voru Gísli Örn Bjarnhéðinsson frá Alverk, Sigríður Maack frá Arkitektafélagi Íslands og Guðbjartur Jón Einarsson frá Landsvirkjun.
Dagskrá dagsins spannaði fjölbreytt viðfangsefni, þar á meðal:
- Vistvæn hönnun:
- Magnús Örn Agnesar Sigurðsson frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu fjallaði um aðlögun að loftslagsbreytingum.
- Mikilvægi endingar:
- Elín Þórólfsdóttir frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ræddi mikilvægi endingar í vistvænni hönnun.
- Losunarlausir verkstaðir:
- Ingólfur Gissurarson frá ÍAV deildi sinni reynslu af losunarlausum verkstöðum.
Einnig var á dagskrá vinnustofa um vistvænni steypu, sem var skipulögð af Grænni byggð.
Grænni byggð eru frjáls félagasamtök (NGO), stofnuð árið 2010, með það að markmiði að hvetja til sjálfbærrar þróunar byggðar. Félagið vinnur að því að skapa heilbrigt og sjálfbært byggt umhverfi sem stuðlar að vellíðan fyrir alla.
Viðburðurinn er kjörinn vettvangur til að deila þekkingu og hugmyndum um það hvernig megi móta vistvænni byggð og stuðla að sjálfbærari framtíð. Verkís leggur áherslu á að leita lausna sem stuðla að minni umhverfisáhrifum í öllum verkefnum fyrirtækisins.