03/06/2024

Verkís tók þátt í IGC 2024

Ráðstefna IGC (Iceland Geothermal Conference) var haldin í fimmta sinn í Hörpu 28. – 30.maí síðastliðinn. Verkís tók virkan þátt í ráðstefnunni með mörgum fulltrúum sem fluttu erindi, með því að stýra málstofu ásamt því að vera með bás þar sem hægt var að fræðast meira um Verkís og öll fjölbreyttu verkefnin sem snéru að jarðvarma o.fl. Við þökkum öllum gestum og gangandi sem heimsóttu básinn og tóku þátt í umræðum sem móta framtíð endurnýjanlegrar orku.

Ráðstefnan, sem var haldin af íslenska orkuklasanum, vekur athygli á fjölbreyttum tækifærum innan jarðvarmageirans. IGC 2024 leiddi saman iðnaðarleiðtoga, frumkvöðla og hagsmunaaðila til að ræða eins og loftlagsmál, nýstárlegar sjálfbærnilausnir, arðsemi í grænum hagkerfum, samfélagsleg áhrif í þeim efnum og margt fleira.

Eins og fyrr segir átti Verkís marga góða fulltrúa sem að fluttu erindi á ráðstefnunni.

  • Hlín Vala Aðalsteinsdóttir, vélaverkfræðingur, fjallaði um „Desalination of water with geothermal fluid“ í umræðu A2 – Direct Utilization – Diversification.
  • Vigfús Arnar Jósefsson, vélaverkfræðingur, kynnti „Reykjanes power plant: Turning silica challenges into a business opportunity“ í umræðu B2 – Zero Waste Geothermal – Circular Economy.
  • Elín Vignisdóttir, landfræðingur fór yfir „Life cycle assessment of geothermal power plants in Reykjanes and Svartsengi“ í umræðu B4 – Zero Footprint Geothermal.
  • Ármann E. Lund, véltæknifræðingur fjallaði um „Can resource gathering systems ever go underground?“ í umræðu A4 – Resilience – Natural Disasters.

Auk þess stýrði Carine Chatenay, byggingarverkfræðingur og viðskiptastjóri í orku- og iðnaði hjá Verkís, málstofu A4 – Resilience – Natural Disasters.

Heimsmarkmið