16/06/2021

Verkís valið til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco

Verkís valið til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco
Þróunaráætlun Kadeco

Verkís valið til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco. Tuttugu og fimm fjölþjóðleg teymi tóku þátt í samkeppni Kadeco um þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar til ársins 2050. Hvert og eitt teymi stendur saman af sex til tíu fyrirtækjum. Fimm teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco og er Verkís hluti af einu þeirra.

Ráðgjafi Kadeco í samkeppninni, sem hefur yfir áratuga reynslu af stórum útboðum, segist ekki hafa orðið var við viðlíka áhuga stórra fyrirtækja á slíku útboði.

Verkís er hluti af teymi OMA. OMA er hollensk arkitektastofa með höfuðstöðvar í Rotterdam og skrifstofur í New York, Peking og Hong Kong. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 af hollenska arkitektinum Rem Koolhaas og gríska arkitektinum Elia Zenghelis, ásamt Madelon Vrisendrop og Zoe Zenghelis. Sjö samstarfsaðilar eru að baki tillögunni og íslenski samstarfsaðilinn er Verkís.

Kadeco er samstarfsvettvangur íslenska ríkisins, Isavia, Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar um heildræna þróun nærumhverfis Keflavíkurflugvallar. Endanleg útkoma úr samkeppninni sem kynnt var í byrjun árs verður þróunaráætlun svæðisins til ársins 2050.

Næstu mánuði munu teymin fimm sem komust áfram í forvali samkeppninnar vinna sínar tillögur áfram. Tilkynnt verður um sigurvegara og vinningstillögu samkeppninnar undir lok þessa árs.

Fimm komust áfram í alþjóðlegri samkeppni Kadeco

Heimsmarkmið

Verkís valið til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco
Þróunaráætlun Kadeco