08/02/2018
Verkís á Framadögum 2018
Verkís tekur þátt í Framadögum í ár líkt og fyrri ár og verður á bás B-12 á annarri hæð í HR.
Við hvetjum alla sem hafa áhuga á að kynna sér starfsemi Verkís að líta við. Starfsfólk Verkís stendur vaktina á básnum og tekur vel á móti þér.
Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á heimasíðu Framadaga.
