08/01/2018

Verkís verður á Verk og vit 2018

Stórsýningin Verk og vit snýst um byggingariðnaðinn, skipulagsmál og mannvirkjagerð. 

Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um byggingarmál, skipulagsmál og mannvirkjagerð

Verk og vit verður haldin í fjórða sinn dagana 8. – 11. mars 2018. Um 23.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll árið 2016, þar sem tæplega 100 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu.

Myndin sem fylgir fréttinni er frá Verk og vit 2016. 

Verk og vit 2016
IMG_4267