12/02/2020

Verkís verður á Verk og Vit 2020

Verk og vit bás 2018
Verk og vit bás 2018

Stórsýningin Verk og vit verður haldin í Laugardalshöll dagana 12. – 15. mars næstkomandi. Verkís verður með kynningarbás sem staðsettur er á svæði C5.

Stórsýningin Verk og vit snýst um byggingariðnaðinn, skipulagsmál og mannvirkjagerð.

Markmið sýningarinnar er að kynna vörur, þjónustu og tækninýjungar á þessu sviði en ekki síður að koma á viðskiptum fagaðila og auka vitund almennings um byggingarmál, skipulagsmál og mannvirkjagerð.

Verk og vit hefur verið haldin fjórum sinnum, nú síðast 8.–11. mars 2018. Á sýningunni 2018 var slegið nýtt aðsóknarmet þegar um 25.000 gestir sóttu sýninguna í Laugardalshöll þar sem um 110 fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög kynntu vörur sínar og þjónustu.

Myndin sem fylgir fréttinni er frá sýningunni 2018. 

Uppfært 4.3.2020. 

Framkvæmdaaðili sýningarinnar Verk og vit hefur að höfðu samráði við Embætti landlæknis og samstarfsaðila sýningarinnar ákveðið að fresta sýningunni sem halda átti í Laugardalshöll 12.-15 mars næstkomandi fram til 15.-18. október 2020.

Í ljósi aðstæðna vegna COVID-19 setur framkvæmdaaðili sýningarinnar heilsu og hag sýnenda, þjónustuaðila og gesta sýningarinnar í forgang og er þessi ákvörðun tekin nú áður en uppsetning hefst á sýningunni. Verk og vit hefur skipað sér sess sem uppskeruhátíð bygginga- og mannvirkjageirans en á síðustu Verk og vit sýningu 2018 sóttu um 25.000 manns sýninguna.

Með hliðsjón af eðli sýningarinnar og þeim fjölda fólks sem sækir sýninguna heim, þá væri það erfiðleikum bundið að framfylgja að fullu leiðbeiningum almannavarna. Til að gæta ýtrasta öryggis sýnenda og gesta þá er sýningunni eins og áður er nefnt frestað fram í október 2020.

Verk og vit bás 2018
Verk og vit bás 2018