07/09/2020

Vígsla fjölnota íþróttahúss ÍR: „Takk fyrir Yrsa“

Vígsla fjölnota íþróttahúss ÍR
Ingigerður H. Guðmundsdóttir formaður ÍR og Dagur B. Eggertsson klippa á borða við vígslu fjölnota íþróttahúss ÍR 4. sept 2020

Á föstudaginn var fjölnota íþróttahús ÍR  tekið í notkun með formlegum hætti. Samhliða vígslunni var fyrsta skóflustunga tekin að parkethúsi sem mun rísa á svæðinu.

„Kæru ÍR-ingar, kæru Breiðhyltingar, kæru góðu gestir. Takk fyrir Yrsa. Ég veit ekki hvort þið áttið ykkur á því sem standið hérna, að Yrsa sem var að stýra þessu verki er líka heimsþekktur rithöfundur,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, við vígslu íþróttahússins.

Yrsa Sigurðardóttir, byggingarverkfræðingur hjá Verkís, er formaður byggingarnefndar sem sér um uppbyggingu íþróttaaðstöðu á svæðinu. Verkís sá einnig um forhönnun á húsinu ásamt Arkís arkitektum, er ráðgjafi verkkaupa, vann alútboðsgögn og hefur umsjón og eftirlit með verkinu.

https://www.youtube.com/watch?v=nmdJZ9Aj_wc

Í nýja húsinu er annars vegar gervigrasvöllur á stærð við hálfan knattspyrnuvöll og hins vegar æfingasvæði fyrir frjálsar íþróttir, alls rúmir 4.200m². Auk þess er tveggja hæða hliðarbygging meðfram suðurhlið salarins og er hún rúmir 1.100 m². Þar verður m.a. búningsaðstaða og tæknirými.

Tekin var skóflustunga að íþróttahúsi sem mun rísa suðaustan við knatthúsið. Nýja aðstaðan mun mæta kröfum til keppni í handbolta og körfubolta, auk þess sem svigrúm verður til iðkunar og keppni í fleiri greinum. Innangengt verður milli bygginganna. Í tengibyggingu er gert ráð fyrir búningsklefum og aðstöðu fyrir lyftingar.

Frétt á vef Reykjavíkurborgar: Framtíð íþrótta er björt í Breiðholti 

https://www.youtube.com/watch?v=7rmhRbtjlHI

Vígsla fjölnota íþróttahúss ÍR
Ingigerður H. Guðmundsdóttir formaður ÍR og Dagur B. Eggertsson klippa á borða við vígslu fjölnota íþróttahúss ÍR 4. sept 2020