09/11/2019

Vígsla fjölnota Íþróttahúss að Varmá

Vígsla fjölnota Íþróttahúss að Varmá
Fjölnota íþróttahús að Varmá

Vígsla fjölnota Íþróttahúss að Varmá. Í dag var íþróttahúsið að Varmá í Mosfellsbæ vígt til hátíðlega athöfn. Verkís var aðalráðgjafi við hönnun og byggingu hússins.

Húsið, sem er 3.800 m² að grunnfleti auk innfelldrar lágbyggingar, er sérútbúið til knattspyrnuiðkunar. Þar eru einnig þrjár hlaupabrautir auk göngubrautar umhverfis völlinn fyrir eldri borgara.

Alverk, sem hannaði og byggi húsið, afhenti húsið og félag eldri borgara í Mosfellsbæ, FaMos, opnaði formlega göngubraut í húsinu. Hægt verður að nýta svæðið í kringum völlinn til gönguferða, meðal annars fyrir eldri borgara, þegar hálkan leggst yfir og myrkrið er mest.

Önnur fjölnota íþróttahús sem Verkís hefur komið að:
Fjölnota íþróttahús á Selfossi
Fjölnota íþróttahús í Mosfellsbæ
Fjölnota íþróttahús í Suður Mjódd
Fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Vígsla fjölnota Íþróttahúss að Varmá
Fjölnota íþróttahús að Varmá