01/10/2021

Vilt þú vinna hjá Verkís?

Holmen Sundhöll
Holmen Sundhöll

Við erum að leita að kröftugum einstaklingi í starf fagleiðtoga til að leiða og samræma vinnubrögð fyrirtækisins við gerð kostnaðaráætlana.

Einnig er hlutverk fagleiðtoga að sinna fjölbreyttum verkefnum á sviði kostnaðar- og verkáætlunargerðar tengt hönnun og framkvæmd bygginga, samgangna, innviða og orku- og iðnaðarmannvirkja.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í verkfræði, tæknifræði eða byggingafræði
  • Góð leiðtoga-, samskipta- og skipulagshæfni
  • Víðtæk þekking á mannvirkjagerð, greiningu kostnaðar og gerð kostnaðaráætlana ásamt góðri þekkingu á gerð verkáætlana
  • Umtalsverð reynsla við gerð kostnaðaráætlana og tilboðsgerð við mannvirkjagerð
  • Staðgóð reynsla af framkvæmdum á byggingarstað
  • Góð kunnátta á hugbúnaði við gerð verkáætlana, t.d. MS Project er æskileg
  • Mikilvægt er að umsækjendur hafi gott vald á íslensku og ensku og þekking á Norðurlandamáli er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 13. október.

Sækja um starf.

Nánari upplýsingar veita
Elín Greta Stefánsdóttir mannauðsstjóri, egs@verkis.is
Áslaug Ósk Alfreðsdóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum, aoa@verkis.is

Holmen Sundhöll
Holmen Sundhöll