13/03/2023

Vinna hafin við síðasta áfanga Hjalteyrarlagnar

Ljósmynd/Norðurorka

Vinna er hafin við síðasta áfanga nýrrar aðveituæðar milli Akureyrar og Hjalteyrar á Norðurlandi. Nýja aðveituæðin nær að gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis og er í heildina 20,5 km löng. Verkís sá um frum- og verkhönnun æðarinnar auk útboðs á efni.

Síðla árs 2017 ákvað Norðurorka að undirbúa lagningu nýrrar aðveitu frá Hjalteyri til styrkingu hitaveitukerfisins en á árunum 2000 – 2020 tvöfaldast orkuþörf hitaveitunnar. Á síðustu árum hefur hitaveitan þurft að vera á fullum afköstum yfir köldustu vetrardagana og því hefur lítið mátt út af bregða í rekstrinum.
Ákveðið var að nýja stofnlögnin næði frá Hjalteyri að gatnamótum Glerárgötu og Þórunnarstrætis til tenginga við öflugar stofnæðar dreifikerfis hitaveitunnar. Frumhönnun lagnarinnar fór fram á árunum 2017 – 2018.

Í síðasta áfanga verkefnisins verður kaflinn frá Skjaldarvík að Hlíðarbraut á Akureyri kláraður en hann er um 5,1 km að lengd. Um er að ræða 500 mm lögn í 710 mm einangrunarkápu.

Frétt Norðurorku: Loka áfangi nýrrar Hjalteyrarlagnar | Norðurorka

Ljósmynd: Hörður Hafliði Tryggvason/Norðurorka.

Heimsmarkmið

Ljósmynd/Norðurorka