26/05/2021

Vinna við forvarnir á Reykjanesskaga

Vinna við forvarnir á Reykjanesskaga
Syðstu Meradalir

Vinna við forvarnir á Reykjanesskaga. Ráðast þyrfti í umfangsmiklar aðgerðir til að verja innviði á Reykjanesskaga vegna eldsumbrota sem búast má við á næstu árum, áratugum og öldum. Verja þarf bæi, orkuver, heita- og kaldavatnslagnir og háspennulínur. Hópur, sem almannavarnir hefur kallað til, telur að rétt sé að hefja vinnu við forvarnir frekar en að bregðast við þegar eldgos er hafið.

Rætt var um vinnu hópsins við Ara Guðmundsson, verkfræðing og sviðsstjóra hjá Verkís í Speglinum á Rás 1 og í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi.

Almannavarnir fengu hóp verkfræðinga frá Verkís og Eflu auk jarðvísindamanna frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni til að kortleggja innviði á Reykjanesskaganum og hvernig hægt sé að verja þá, gjósi á skaganum. Vinna hópsins hófst 10. mars síðastliðinn, áður en gosið í Geldingadölum hófst. Vinnan tekur því ekki aðeins mið af því gosi, heldur eldsumbrotum sem gætu orðið á næstu árum, áratugum og árhundruðum.

Umfjöllun Spegilsins
Leggja til hraunvarnir við Grindavík og Svartsengi | RÚV (ruv.is)

Umfjöllun Kastljóss
Tilraunin með varnargarðana tókst 100%

 

Heimsmarkmið

Vinna við forvarnir á Reykjanesskaga
Syðstu Meradalir