Vísindaferð í Danmörku og Svíþjóð
Vísindaferð í Danmörku og Svíþjóð. Í byrjun október lagði hópur starfsfólks Verkís land undir fót og fór til Kaupmannahafnar og Stokkhólms. Tilgangur ferðanna var að bjóða bæði núverandi og útskrifuðum verkfræðinemendum í DTU og KTH í vísindaferð. Í Kaupmannahöfn var tekið á móti gestum í Jónshúsi og í Stokkhólmi í sendiherrabústað Íslands.
Nemendur fengu þar kynningu á starfseminni, áhugaverðum verkefnum og spennandi nýsköpunarverkefnum Verkís en að auki fengu nemendur að spreyta sig í Kahoot spurningakeppni. Boðið var upp á veitingar og sló íslenska sælgætið í gegn sem komið var með að heiman. Í lokin náðist góð stund til að spjalla og ræða þau störf og verkefni sem bjóðast hjá Verkís.
Ferðirnar voru einstaklega vel heppnaðar og sköpuðust líflegar umræður á báðum stöðum og greinilega mikill áhugi og metnaður frá öllu þessu efnilega og kröftuga fólki sem var þarna samankomið.
Hér má sjá nokkrar af þeim myndum sem teknar voru á báðum stöðum.