Vísindaferðir Verkís – góð stemning og áhugaverðar kynningar

Verkís tók á móti nemendum frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, auk fyrstu árs nemenda í rafmagns- og tölvuverkfræði
Það skiptir okkur hjá Verkís miklu máli að vera í góðu sambandi við nemendafélög verk- og tæknifræðinga. Vísindaferðir hafa reynst frábær leið til að hitta og spjalla við nemendur, heyra um áherslur þeirra í námi og um leið kynna Verkís sem spennandi og fjölbreyttan vinnustað að námi loknu.
Í október tókum við á móti fjölmennum hópum frá bæði Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík, auk þess sem fyrstu árs nemendur í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands heimsóttu okkur.
Vísindaferð Háskóla Íslands – Vélin, Naglar, VÍR og ÁTÓ
Föstudaginn 3. október heimsóttu allt að 150 nemendur frá verk- og tæknifræðideildum Háskóla Íslands Verkís. Elín Greta Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, hóf dagskrána með kynningu á fyrirtækinu og mannauðsmálum. Nýliðinn Helgi Mednis sagði frá sinni reynslu af nýliðastarfi hjá Verkís og Rut Bjarnadóttir kynnti verkefnið Hvammsvirkjun.
Síðan fóru fram kynningar á mismunandi básum, þar sem verkefni eins og Sæbýli, Lífsferlisgreiningar, Hraunvarnargarðar og Svartsengi voru kynnt, ásamt kynningum á VR gleraugum, Starvís og mannauðsmálum. Loks var boðið upp á hústúr um starfsemina.
Vísindaferð Háskólans í Reykjavík – Pragma og Technis
Viku síðar, föstudaginn 10. október, var komið að nemendafélögunum Pragma og Technis frá HR. Að þessu sinni kynnti Elín Greta Verkís og Björn Leví sagði frá sinni nýliðaupplifun. Stefán Bjarni kynnti verkefnið Hvammsvirkjun og Inga Heiða stýrði líflegri Kahoot-keppni.
Nemendur fengu einnig tækifæri til að flakka á milli hringborða (bása) og kynnast fjölbreyttum verkefnum, þar á meðal Sæbýli, Lífsferlisgreiningum, Hraunvarnargörðum, Svartsengi og nýjustu tækni í VR gleraugum. Einnig kynntu starfsmenn Starvís og mannauðssviðs Verkís starfsemi sína og buðu í hústúr.
Fyrsta árs nemendur í rafmagns- og tölvuverkfræði
Þriðjudaginn 14. október komu fyrstu árs nemendur í áfanganum Nám og störf í rafmagns- og tölvuverkfræði (RAF101G) í heimsókn til Verkís. Verkís er eina verkfræðistofan sem þessir nemendur heimsækja á önninni.
Inga Heiða hélt almenna kynningu á Verkís, og Hafsteinn, Guðjón Alex og Eyjólfur Emil kynntu verkefni á sviði rafmagns- og tölvuverkfræði.
Skemmtileg stemning og verðlaun
Í öllum þremur vísindaferðunum var líf og fjör og nemendur sýndu mikinn áhuga á verkefnum og starfsumhverfi Verkís. Á föstudagskvöldunum var Kahoot spurningakeppni og þrír efstu fengu vegleg verðlaun og var stemningin frábær fram á kvöld.
Við þökkum öllum nemendunum kærlega fyrir heimsóknina og starfsmönnum Verkís fyrir frábæra þátttöku og kynningar.
Hér að neðan má sjá myndir úr vísindaferðunum