Vinnuvernd og vinnustaðarýni

Vinnuvernd og vinnustaða­rýni

  • Hjálmur Verkís

Hvernig tryggir þú sem best vellíðan starfsmanna þinna og að þeir komi ávallt heilir heim að loknum vinnudegi ?

Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndarstarf eykur afköst ásamt því að draga úr fjarvistum og starfs­mannaveltu. Verkís býður viðskiptavinum sínum víðtæka ráðgjöf á sviði öryggis- og vinnuverndarmála sem tekur til allra þátta almenns rekstrarumhverfis.

Þar má nefna rýnifund þar sem sérfræðingur fyrirtækisins leiðir þig í gegnum mat á vinnustaðnum m.t.t. þátta sem snúa að öryggi og vinnuvernd, heilsu og vellíðan starfsmanna, ljósvist, hljóðvist, loftgæði, rafvist, rekstaröryggi, brunavörnum, orkukostnaði og viðhaldi. Þessi 1 klst. fundur er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Verkís hefur viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem ráfgjafa og þjónustuaðili á sviði öryggis- og heilbrigðis á vinnustöðum. Þar með býður það fyrirtækjum aðstoð við stjórnun vinnuverndarmála, að uppfylla kröfur vinnuverndarlöggjafarinnar með gerð forvarnaáætlunar, ÖH áætlunar og áhættumats starfa, auk námskeiðahalds. Þar sem markmiðið er að koma í veg fyrir áföll eða draga úr afleiðingum áfalla.

Til að auka skilvirkni úrlausna og mæla árangur úrbóta býður Verkís viðskiptavinum sínum að gera starfsmannakönnun sem byggir á staðlaðri aðferðafræði við mat á líðan og vinnuaðstöðu starfmanna og kortlagningu mögulegra vandamála innan vinnustaðar, allt frá loftgæðum til andlegrar líðanar. Fyrirtækið veitir einnig ráðgjöf við uppbyggingu og innleiðingu á öryggisstjórnun samkvæmt OHSAS 18001 ásamt mótun öryggisstefnu og kynningu á öryggismálum fyrirtækja.

Dóra HjálmarsdóttirDóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
Svið: Byggingar
dh@verkis.is
Eiríkur K. Þorbjörnsson
Eiríkur K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Byggingar
ekt@verkis.is

Þjónusta

  • Úttektir á vinnuumhverfi og ráðgjöf um forvarnir
  • Öryggis- og heilbrigðisáætlun ásamt áhættumati
  • Starfsmannakönnun
  • Námskeið um öryggi, heilbrigði og vinnuvernd
  • Stjórnun öryggismála skv. OHSAS18001