Þjónusta

Vinnuvernd og vinnustaðarýni

Hvernig tryggir þú sem best vellíðan og öryggi starfsfólks?

Öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndarstarf eykur afköst ásamt því að draga úr fjarvistum og starfs­mannaveltu. Markmið starfsins er að koma í veg fyrir áföll eða draga úr afleiðingum áfalla.

Förum varlega

Vinnuvernd: Ráðgjöf á sviði vinnuverndarmála sem tekur til allra þátta almenns rekstrarumhverfis auk námskeiðahalds Innifalin er meðal annars ráðgjöf við stjórnun vinnuverndarmála, gerð forvarnaáætlunar, ÖH áætlunar og áhættumats starfa, auk námskeiðahalds.

Vinnustaðarýni: Rýnifundur þar sem farið er yfir aðstæður á vinnustaðnum með tilliti til þátta sem snúa að öryggi og vinnuvernd, heilsu og vellíðan starfsmanna, ljósvist, hljóðvist, loftgæði, rafvist, rekstaröryggi, brunavörnum, orkukostnaði og viðhaldi. Þessi einnar klukkustundar fundur er viðskiptavinum að kostnaðarlausu.

Sérfræðingar Verkís veita alhliða ráðgjöf um vinnuvernd. Verkís hefur viðurkenningu Vinnueftirlitsins sem ráðgjafa og þjónustuaðili á sviði öryggis- og heilbrigðis á vinnustöðum og hjá fyrirtækinu starfa viðurkenndir ráðgjafar.

Fyrirtækið veitir einnig ráðgjöf við uppbyggingu og innleiðingu á öryggisstjórnun samkvæmt ISO45001 ásamt mótun öryggisstefnu og kynningu á öryggismálum fyrirtækja.

Sérfræðingar Verkís vilja hjálpa þér að gera vinnustaðinn öruggari og betri.

Þjónusta

  • Úttektir á vinnuumhverfi og ráðgjöf um forvarnir
  • Öryggis- og heilbrigðisáætlun ásamt áhættumati
  • Námskeið um öryggi, heilbrigði og vinnuvernd
  • Stjórnun öryggismála skv. ISO45001

Verkefni

  • Vegagerðin – vinnuvernd
  • Seltjarnarnesbær – vinnuvernd
  • Orkubú Vestfjarða – vinnuvernd

Tengiliðir

Dóra Hjálmarsdóttir
ÖHU fulltrúi og ráðgjafi / Rafmagnsverkfræðingur / Neyðarstjórnun CEM®
Svið: Byggingar
dh@verkis.is

Eiríkur K. Þorbjörnsson
Rafmagnstæknifræðingur / Öryggi- og áhættustjórnun M.Sc.
Svið: Byggingar
ekt@verkis.is