Þjónusta
Umferðartækni
Verkís veitir fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf á þeim sviðum er snúa að umferð.
Verkís býður upp á heildstæða þjónustu við úttekt á umferðarkerfi sveitarfélaga og þjónustu varðandi hönnun þjóðvega þar sem þeir fara um þéttbýli.
Þjónusta
Verkís veitir fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf á þeim sviðum er snúa að umferð.
Verkís býður upp á heildstæða þjónustu við úttekt á umferðarkerfi sveitarfélaga og þjónustu varðandi hönnun þjóðvega þar sem þeir fara um þéttbýli.
Um er að ræða aðferð sem notuð hefur verið til að auka umferðaröryggi og minnka umhverfisáhrif umferðar. Farið er yfir slysagögn, merkingar og gefnar ráðleggingar í þeim tilgangi að lækka umferðarhraða, fækka umferðaróhöppum, bæta hljóðvist, auðvelda gangandi og hjólandi vegfarendum að komast örugglega yfir vegi, minnka ótta óvarinna vegfarenda og fegra umhverfi vegarins.
Verkís hefur unnið ýmis verkefni tengdum umferðar- og svæðisskipulagi, umferðaröryggi, gerð leiðbeininga um hraðalækkandi aðgerðir á þjóðvegum í þéttbýli og veitir heildstæða þjónustu á þessu sviði. Einnig ýmis verkefni tengdum umferðarkönnunum, umferðarspám og umferðartalningu.
Sérfræðingar okkar hafa áralanga reynslu af úttekt á umferðarkerfum og vinna stöðugt að það í auka umferðaröryggi allra í umferðinni. Markmiðið er ávallt að koma í veg fyrir banaslys eða alvarleg slys á þeim sem í umferðinni eru, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa sér.
Við tökum hlutverk okkar þegar kemur að umferðaröryggi afar alvarlega og vinnum af heilindum til að bæta öryggi samborgara okkar.

Grétar Páll Jónsson
Byggingarverkfræðingur / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
gpj@verkis.is

Guðmundur Jónsson
Byggingarverkfræðingur
Svið: Samgöngur og umhverfi
gj@verkis.is