Þjónusta

Mengunarrannsóknir

Einn megintilgangur mengunarrannsókna er að koma í veg fyrir að heilsa fólks og vistkerfisins verði fyrir neikvæðum áhrifum. Því er mikilvægt að takast snemma á við umhverfismengun. 

Markvissar rannsóknir gefa skýrari mynd

Eðli málsins samkvæmt geta mengunarrannsóknir verið tímafrekar og kostnaðarsamar. Þeim tíma og kostnaði er þó vel varið þar sem rannsóknirnar geta komið í veg fyrir að óvænt mengunarmál komi upp þegar framkvæmdir eru hafnar. Markvissar mengunarrannsóknir geta því skilað fjárhagslegum ávinningi. Sérfræðingar okkar leitast einnig við að draga úr kostnaði vegna efnagreininga á rannsóknarstofu með hnitmiðuðum mengunarrannsóknum. Við skoðum m.a. sögulegar heimildir og nýtum bæði skynfæri okkar og mæla á vettvangi.

Að mörgu er að huga í upphafi skipulagsferils, til dæmis þegar verið er að breyta landnotkun svæðis. Sérfræðingar Verkís leggja mikla áherslu á að mengunarstaða svæðis sé könnuð strax í byrjun ferilsins, því þær niðurstöður geta haft áhrif á hvernig svæðið er skipulagt m.t.t. misviðkvæmra viðtaka (t.d. hvort um sé að ræða leikskólasvæði, íbúðahús með heimaræktun eða verslunarrými).

Stig mengunarrannsókna hjá Verkís:

Fyrsta stig: Forathugun svæðis (e. Preliminary Site Investigation)
Felst að mestu í heimildaöflun þar sem saga svæðisins m.t.t. mögulegrar mengunar er rakin. Huglægt svæðislíkan, sem tekur saman þá vitneskju sem fyrir liggur, er búið til og þróast áfram eftir því sem fleiri gagna er aflað.

Annað stig: Ítarleg athugun svæðis (e. Detailed Site Investigation)
Forathugunin stýrir því í hvaða átt ítarlega athugunin fer, t.d. varðandi sýnatökustaði. Sýnataka til efnagreiningar á m.a. olíuefnum, þungmálmum og rokgjörnum lífrænum efnum og úrvinnsla úr niðurstöðum efnagreininganna. Huglægt svæðislíkan þróast áfram.

Þriðja og fjórða stig: Úrbótaaðgerðir og vöktun
Með því að framkvæma fyrsta og annað stig mengunarrannsóknanna er hægt að meta með hnitmiðuðum hætti umfang og gerð þeirra úrbóta sem þörf er á. Vöktunartímabil fylgir í kjölfar úrbótaaðgerða til að meta framgang þeirra.

Þjónusta

  • Aðgerðaáætlanir
  • Framkvæmd á sýnatöku fyrir jarðveg, vatn og loft
  • Vettvangsmælingar
  • Framkvæmd vöktunar, m.a. vegna starfsleyfa eða í kjölfar úrbótaaðgerða
  • BREEAM vottanir

Verkefni

  • Utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslan: Rannsóknir og tillaga að úrbótaaðgerðum fyrir Stokksnes
  • N1 Hofsósi: Rannsóknir, úrbótaaðgerðir og vöktun vegna bensínleka
  • ISAVIA Keflavíkurflugvelli: Vöktun grunnvatns vegna starfsleyfis. Mengunarrannsóknir og úrbótaaðgerðir
  • Reykjavíkurborg: Mengunarrannsóknir vegna nýs deiliskipulags. BREEAM vottanir
  • Faxaflóahafnir: Mengunarrannsóknir vegna dýpkunar Sundahafnar

Tengiliðir

Erla Guðrún Hafsteinsdóttir
Umhverfis- og jarðefnafræðingur Ph.D.
Svið: Samgöngur og umhverfi
egh@verkis.is

Hugrún Gunnarsdóttir
Fiskifræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
Svið: Samgöngur og umhverfi
hug@verkis.is