Mengunarrannsóknir
Verkís býður upp á mengunarrannsóknir og býr yfir PID-handmæli sem mælir rokgjörn lífræn efni (VOC efni), sem m.a. er að finna í olíuefnum.
Mælinn má nota á vettvangi til að leggja mat á útbreiðslu mengunar og hvaða sýni er vert að láta efnagreina frekar á rannsóknarstofu. Mælirinn skilar tölulegum upplýsingum og því er hægt að meta með nákvæmum hætti hversu mikil mengunin er. Þannig skilar mælirinn markvissari niðurstöðum og getur sparað kostnað við efnagreiningar á rannsóknarstofu.
Hvaða leiðir er hægt að fara til að
meta mengun?
Skynfæri okkar nýtast oft á
tíðum vel við mat á mengun, t.d. við að sjá litamun á jarðvegi og vatni (t.d.
olíubrák) og til að finna lykt sem gýs upp, sem bendir til að um mengun sé að
ræða. Þetta skynmat, ásamt annarri forvinnu, er leiðbeinandi um hvar taka skuli
sýni til efnagreiningar á rannsóknarstofu. Slíkar efnagreiningar geta verið
kostnaðarsamar og Verkís leitast því við að draga úr þeim kostnaði með
hnitmiðuðum mengunarrannsóknum. Ein aðferð til þess er að notast við
svokallaðan PID-handmæli.
Stig mengunarrannsókna hjá Verkís
Forathugun svæðis (e. Preliminary Site Investigation)
Felst að mestu í heimildaöflun til að rekja sögu
svæðisins m.t.t. mögulegrar mengunar. Huglægt svæðislíkan er
búið til sem þróast áfram eftir því sem fleiri gagna er aflað.
Ítarleg athugun svæðis (e. Detailed Site Investigation)
Forathugunin
stýrir því í hvaða átt ítarlega athugunin fer, t.d. varðandi sýnatökustaði. Sýnataka
til efnagreiningar á m.a. olíuefnum, þungmálmum, rokgjörnum lífrænum efnum.
Hreinsun á mengun
Með því að framkvæma forvinnuna er hægt að meta umfang þeirra hreinsunar sem þarf að framkvæma með
hnitmiðuðum hætti, og þar með hvaða aðferð er hentugust.
Sjá nánar um mengunarrannsóknir.
- Hugrún Gunnarsdóttir
- Fiskfræðingur M.Sc. / Viðskiptastjóri
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- hug@verkis.is
- Erla Guðrún Hafsteinsdóttir
- Umhverfis- og jarðefnafræðingur Ph.D.
- Svið: Samgöngur og umhverfi
- egh@verkis.is