Um okkur

Elsta verkfræði­stofa landsins

Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins. Sækja um starf

Hjá Verkís starfa yfir 300 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi  og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.
Framkvæmdastjóri er Egill Viðarsson.

Kennitala Verkís er : 611276 - 0289

Framúrskarandi fyrirtæki 2021Verkis-fyrirmyndarfyrirtaeki-stimplar-landscape


Sérfræðiþekking

Verkís býr yfir sérfræðiþekkingu sem spannar allar þarfir framkvæmdaaðila frá fyrstu hugmynd til loka fjárfestingarverkefnis. Að auki býður Verkís rekstraraðilum þjónustu við margháttuð rekstrar- og viðhaldsverkefni.

Kynningarmyndband Verkís - Við byggjum upp samfélög

Meðal þjónustuframboðs er:

  • Undirbúningur framkvæmda og áætlanagerð 
  • Hönnun mannvirkja, svo sem orkuvera, samgöngumannvirkja, íbúðar- atvinnu- og þjónustuhúsnæðis 
  • Hönnun allra sérkerfa sem þarf í mannvirki 
  • Verkefnastjórnun, bæði við hönnun og á framkvæmdastað 
  • Framkvæmdaeftirlit 
  • Öryggis-, umhverfis- og heilbrigðisráðgjöf

Kynntu þér þjónustuna