Um okkur

Elsta verkfræði­stofa landsins

Verkís rekur uppruna sinn til ársins 1932 og er því elsta verkfræðistofa landsins. Sækja um starf

Hjá Verkís starfa yfir 300 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum á Íslandi og erlendis. Verkís leggur áherslu á að veita vandaða og faglega þjónustu sem er samkeppnisfær við það sem best þekkist í heiminum.

Verkís starfar samkvæmt vottuðu gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfi (ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001).
Framkvæmdastjóri er Sveinn Ingi Ólafsson.

Kennitala Verkís er : 611276 - 0289
Upplýsingar um persónuvernd
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Skipurit      Stjórn      Stefna     Sagan     Siðareglur     Samgöngur


Sérfræðiþekking

Verkís býr yfir sérfræðiþekkingu sem spannar allar þarfir framkvæmdaaðila frá fyrstu hugmynd til loka fjárfestingarverkefnis. Að auki býður Verkís rekstraraðilum þjónustu við margháttuð rekstrar- og viðhaldsverkefni.

Kynningarmyndband - Verkís

Meðal þjónustuframboðs er:

  • Undirbúningur framkvæmda og áætlanagerð 
  • Hönnun mannvirkja, svo sem orkuvera, samgöngumannvirkja, íbúðar- atvinnu- og þjónustuhúsnæðis 
  • Hönnun allra sérkerfa sem þarf í mannvirki 
  • Verkefnastjórnun, bæði við hönnun og á framkvæmdastað 
  • Framkvæmdaeftirlit 
  • Öryggis-, umhverfis- og heilbrigðisráðgjöf

Kynntu þér þjónustuna