Stefna verkís

Samþykkt á stjórnarfundi 2. júní 2021

Hlutverk og gildi

Hlutverk Verkís er að skapa verðmæti og styðja þróun samfélagsins og innviða þess með faglegri ráðgjöf og hönnun.

 • Heilindi - Metnaður - Frumkvæði

Framtíðarsýn

Verkís leggur áherslu á fyrsta flokks þjónustu og ætlar að vera besti kostur fyrir:

 • Viðskiptavini með traustri ráðgjöf sem uppfyllir þarfir þeirra á skilvirkan og hagkvæman hátt.
 • Starfsfólk með góðu og hvetjandi vinnuumhverfi þar sem starfsfólki líður vel og þróar hæfileika sína.
 • Samfélagið með áherslu á ábyrga starfshætti, sjálfbærni og nýsköpun. 

Stefnumið

Stefnumið Verkís eru að:

 • veita fyrsta flokks þjónustu á sviði verkfræði og tengdra greina
 • bjóða þjónustu í takt við þarfir markaðarins
 • velja framsæknar lausnir með sjálfbærni að leiðarljósi
 • auka skilvirkni og hagkvæmni verkefna
 • vera eftirsóknarverður vinnustaður
 • viðhalda og auka sérþekkingu starfsfólks
 • styrkja umhverfis- og sjálfbærnivitund starfsfólks
 • auka öryggisvitund starfsfólks á vinnustað og í verkefnum
 • sýna samfélagslega ábyrgð
 • tryggja góða afkomu félagsins

Stefnuskjöl