Verkefni
Bodø sundhöll
Bodø sundhöllin er framsækin, umhverfisvæn og nútímaleg sundhöll með átta brauta 25 metra keppnislaug.
Fyrir utan keppnislaugina eru í sundhöllinni áhorfendastúka, búningsklefar, veitingaaðstaða og aðstaða til funda og fleira fyrir starfsfólk og sundfélag staðarins. Um er að ræða 4.200 fermetra sundhöll á tveimur hæðum, viðbyggingu við núverandi sundhöll sem nefnist Norlandsbadet.