Nánar um verkefnið
Arkís arkitektar ehf. hlutu fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði. Í niðurstöðu dómnefndar um verðlaunatillöguna segir að tillagan sé mjög góð og svari einstaklega vel áherslum dómnefndar í samkeppnislýsingu. Einkum sé gæsluvarðhaldsþættinum gerð frábær skil, sem og aðal-varðstofu og miðlægum rýmum.
Verkís sá um kostnaðaráætlanir allra rafkerfa ásamt hönnun á raforkukerfi, hönnun brunaviðvörunar- og samskiptakerfis. Verkís sér einnig um hönnun lýsingar, innan og utanhúss, hönnun neyðarlýsingar og mat á öryggiskerfi.
Fangelsið á Hólmsheiði var tilnefnt til Mies van der Rohe verðlaunanna í byggingarlist árið 2016.