Byggingar
Edda – Hús íslenskra fræða
Edda – Hús íslenskra fræða varðveitir helstu dýrgripi íslenskrar menningar til allrar framtíðar. Þar munu einnig fara fram rannsóknir og kennsla í íslensku.
Byggingin er hin glæsilegasta, formið er sporöskjulaga og brotið upp með útskotum og innigörðum. Að utan er byggingin klædd opnum málmhjúp með skreytingum af handritunum. Húsið er á þremur hæðum auk kjallara undir hluta hússins og opins bílakjallara.