Verkefni

Fjölnota íþróttahús á Selfossi

Verkís vann forhönnun á fjölnota íþróttahúsi á Selfossi sem síðar fékk heitið Selfosshöllin. 

Húsið nýtist hinum ýmsum hópum til hreyfingar.

Nánar um verkefnið

Um er að ræða fjölnota íþróttahús með hálfum gervigrasvelli, aðstöðu fyrir frjálsar íþróttir og þreksal. Hægt er að ganga/hlaupa hringinn í kringum knattspyrnuvöllinn á gúmmiundirlagi.

Húsið nýta auk íþróttaiðkenda m.a. eldri borgarar, dagforeldrar og nemendur leik- og grunnskóla. Húsið nýtist einnig fyrir sýninga- og tónleikahald. Húsið stendur við suðurenda gervigrasvallar Ungmennafélags Selfoss.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Selfoss, íþróttasvæði   

Stærð:

6.500 fermetrar

Verktími:

2019 – 2021

 

Heimsmarkmið