Verkefni

Leikskóli – Álfaborg

Byggingin er upphituð með gólfgeisla og eru öll rými loftræst með vélrænni loftræsingu.

Leikskólinn er grundaður á fyllingu og samanstendur burðarvirki byggingarinnar af steyptum sökklum og steyptum út- og innveggjum, en þakvirkið er gert úr stálbitum og léttu timburvirki.

Nánar um verkefnið

Sérstakt tillit er tekið til hljóðvistar og er sérvalin innanhúsklæðning á veggjum og hljóðdúkur í lofti sem tryggir góða hljóðvist og uppfyllir skilyrði brunahönnunar. Byggingin er klædd að utan með bárujárni á bæði veggjum og þaki en innskot eru klædd með timbri.

Verkís sá um verkfræðihönnun og ráðgjöf vegna verkfræðiþátta. Við hönnun á byggingunni gáfust verkkaupa og meðhönnuðum kostur á að kynna sér mannvirkið í sýndarveruleika í höfuðstöðvum Verkís í Reykjavík. Gaf það góða raun og nýttist vel við að yfirfara útlit og hönnun.

Lóð leikskólans er um 1.500 fermetrar að stærð og er henni skipt upp í leiksvæði fyrir yngri og eldri deildir. Á lóð er einnig leiktækjageymsla og geymsla fyrir barnavagna.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Reykholt í Biskupstungum

Stærð:

560 fermetrar

Verktími:

2018-2019

 

Heimsmarkmið