Byggingar
Leikskóli í Skógarhverfi
Mikil fólksfjölgun hefur verið á Akranesi síðustu ár sem þýðir að alla innviði hefur þurft að styrkja hratt og örugglega. Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla í Skógahverfi var tekin í byrjun febrúar árið 2021. Markmið framkvæmdarinnar er að mæta eftirspurn eftir leikskólaplássum, auka þjónustustig við börn á leikskólaaldri og veita yngri börnum leikskólavist.