Verkefni

Leikskóli í Skógarhverfi

Mikil fólksfjölgun hefur verið á Akranesi síðustu ár sem þýðir að alla innviði hefur þurft að styrkja hratt og örugglega.

Fyrsta skóflustungan að nýjum leikskóla í Skógahverfi var tekin í byrjun febrúar árið 2021.

Markmið framkvæmdarinnar er að mæta eftirspurn eftir leikskólaplássum, auka þjónustustig við börn á leikskólaaldri og veita yngri börnum leikskólavist.

Um er að ræða sex deilda leikskóla með möguleika á stækkun í átta deildir. Tvær deildir og vinnurými kennara og aðstaða verður á annarri hæð og útileikrými á hluta af þakinu. Skábraut af deildum á annarri hæð verður út á lóðina þar sem tillaga er um rennibraut að hluta. Undir skábrautinni er meðal annars gert ráð fyrir geymslum. Mörg tækifæri munu skapast til að nýta miðrými skólans en þar verður mikil lofthæð.

Verkís sér um burðarþolshönnun, loftræsi- og lagnahönnun, raflagnahönnun, ráðgjöf vegna brunahönnunar og viðbótarráðgjöf. Auk Verkís munu Batteríið arkitektar og Landslag koma að hönnun leikskólans.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Akranes

Stærð:

1.500 fermetrar

Verktími:

2020-

 

Heimsmarkmið