Verkefni

Miðgarður – Fjölnota íþróttahús í Garðabæ

Miðgarður er ein stærsta framkvæmd sem Garðabær hefur ráðist í fyrr og síðar.

Íþróttahúsið var formlega opnað í febrúar árið 2022 þegar að ungir knattspyrnuiðkendur í Stjörnunni mættu til æfinga innandyra.

Nafn íþróttahússins var valið í nafnasamkeppni meðal bæjarbúa en samkvæmt goðafræðinni er Miðgarður miðja heimsins og sá staður þar sem mannfólkið býr. Það rímar vel við markmið íþróttahússins sem auk íþróttaæfinga mun hýsa fjölbreytt starf og uppákomur bæjarins.

Miðgarður er með rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð innanhúss, auk upphitunaraðstöðu ásamt tilheyrandi stoðrýmum. Einnig er klifurveggur, teygju- og upphitunaraðstaða og styrktar- og þrekæfingaaðstaða. Stærð íþróttasalarins er um 80×120 metrar og um 800 áhorfendur rúmast á svölum íþróttasalarins. Í hliðarrýmum sunnan megin í byggingunni eru tvær óráðstafaðar hæðir um 1.500 fermetrar að stærð hvor um sig þar sem er gert ráð fyrir heilsutengdri starfsemi.

Verkís sá um alla verkfræðihönnun en verkefnið var unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Vetrarmýri í landi Vífilsstaða

Stærð:

18.200 fermetrar

Verktími:

2019-2022

 

Heimsmarkmið