Verkefni

Skóli í Nuuk

Nýr skóli í miðbæ Nuuk leysir af hólmi tvo eldri skóla og verður stærsti skóli á Grænlandi við verklok árið 2023. Skólinn fékk nafnið Atuarfik Inussuk.

Skólinn stendur við hlið Hótels Hans Egede, skammt frá stjórnarráði Grænlands og aðalverslunarmiðstöð Nuuk.

Nánar um verkefnið

Skólinn verður bæði leik- og grunnskóli en einnig íþrótta- og menningarmiðstöð fyrir bæjarbúa um kvöld og helgar. Byggingin mun því þjónusta breiðan hóp íbúa bæjarins og verður líkt og hjarta miðbæjarins.

Verkís sér um nær alla verkfræðihönnun og er verkefnið unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni. Mikið tillit er tekið til framtíðarþróunar í skólamálum við hönnun skólans.

Verkís er undirverktaki Ístaks í verkefninu. Ístak fékk verkið eftir forval og alútboð þar sem lagðir voru saman þrír þættir; verðtilboð, hönnun og útfærsla og áætlaður rekstrarkostnaður byggingarinnar í þrjátíu ár.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Nuuk, Grænland

Stærð:

18.000 fermetrar

Verktími:

2019-

 

 

Heimsmarkmið