Byggingar
Skóli í Nuuk
Nýr skóli í miðbæ Nuuk leysir af hólmi tvo eldri skóla og verður stærsti skóli á Grænlandi við verklok árið 2023.
Skólinn stendur við hlið Hótels Hans Egede, skammt frá stjórnarráði Grænlands og aðalverslunarmiðstöð Nuuk. Skólinn verður bæði leik- og grunnskóli en einnig íþrótta- og menningarmiðstöð fyrir bæjarbúa um kvöld og helgar. Byggingin mun því þjónusta breiðan hóp íbúa bæjarins og verður líkt og hjarta miðbæjarins.