Sky Lagoon er ætlað að upphefja íslenska baðmenningu, byggingarsögu og náttúru. Við byggingu lónsins var meðal annars notast við svokallaða kömbruhleðslu, sem víða mátti sjá hér á landi á árum áður. Baðlónið er með sjötíu metra löngum óendanleikakanti sem gefur þá tilfinningu að himinn og haf renni saman þegar horft er út úr lóninu.
Verkís veitti margvíslega þjónustu við byggingu lónsins og sá um hönnun laugakerfis baðlónsins, hitaveituinntaks og hitunar lóns og varmaendurvinnslu. Verkís sá einnig um brunahönnun og ráðgjöf við samræmingu og uppsetningu laugarkerfis, lagna-, dælu- og hreinsibúnaðar.