Verkefni

Stapaskóli

Við hönnun og þróun byggingarinnar var horft til framtíðar, þar sem sveigjanleiki spilar lykilhlutverk.

Stafræn tækni skipar veigamikinn sess í skólastarfinu. Í Stapaskóla eru börn á aldrinum átján mánaða til fimmtán ára. Skólinn er heildstæður skóli: leik-, grunn-, tónlistar- og frístundaskóli og félagsmiðstöð.

Nánar um verkefnið

Heildarstærð skólans er um 7.700 fermetrar og stærð skólalóðar um 33.300 fermetrar. Skólinn er á tveimur hæðum auk tæknikjallara og tæknirýmis sem telst til þriðju hæðar. Skólinn er byggður upp sem fjórar tveggja hæða kennslutvenndir auk stoðrýma, almennra svæða, matsalar, fjölnota salar og bókasafns. Gangar deila tvenndunum langsum eftir byggingunni og mynda með því „lífæð“ skólans.

Verkefnið er BIM-verkefni þar sem markmiðin á hönnunarstigi eru skilgreind með skipulögðum hætti. Verkís annaðist fullnaðarhönnun allra verkfræðiþátta við fyrsta áfanga, fullnaðarhönnun burðarvirkis og jarðtækni á íþróttahúsi og sundlaug í öðrum áfanga verkefnisins.

Verkefnið var unnið í samvinnu við Arkís arkitekta og var tilnefnt til lýsingarverðlaunanna Darc Awards í febrúar 2021.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Dalsbraut, Reykjanesbær

Stærð:

7.700 fermetrar

Verktími:

2018-2020

 

Heimsmarkmið