Verkefni

Stjörnuver – Perlan

Verkís sér um alla verkfræðihönnun við gerð stjörnuversins í einum af tönkum Perlunnar í samvinnu við Reykjavíkurborg, Perlu norðursins og Bowen Technovation. Stjörnuverið er hluti af umfangsmiklum endurbótum á Perlunni sem hefur fengið nýtt hlutverk sem náttúrusafn og miðstöð upplifunar.

Nánar um verkefnið

Áhersla er lögð á upplifun við hönnun stjörnuversins. Gestir þess upplifa norðurljósin þegar þeir ganga í gegnum gang sem liggur að sjálfu stjörnuverinu. Þar setjast þeir í stóla og njóta þess sem himinhvolfið hefur upp á bjóða. Til að gera upplifunina sem magnaðasta eru notaðir stórir þrívíddarskjávarpar sem varpa upp í hvelfinguna. Í stjörnuverinu er fullkomið Surround-hljóðkerfi og bestu myndgæði sem í boði eru á heimsvísu í dag.

Framkvæmdir við Perluna hófust árið 2017. Vinna Verkís við breytingarnar á Perlunni hefur verið margþætt og nær meðal annars til hönnunar burðarvirkja, lagna- og loftræsikerfa, rafkerfa, aðallýsingu og lýsingarkerfi í glerkúplinum á toppi byggingarinnar auk bruna- og hljóðhönnunar.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Öskjuhlíð, Reykjavík

Verktími:

2017-

 

Heimsmarkmið