Verkefni

Þjónustuíbúðir í Ólafsvík

Þjónustuíbúðir við Ólafsbraut í Ólafsvík eru ætlaðar fólki með fötlun á Snæfellsnesi.

Um er að ræða byggingu á einni hæð með fimm íbúðum.

Nánar um verkefnið

Íbúðirnar verða tveggja herbergja, á bilinu 54 til 56 fermetrar að stærð og standa saman af alrými með eldhúskróki og stofu, svefnherbergi, rúmgóðu baði, geymslu og þvottarými. Einn aðalinngangur er inn í bygginguna en þar undir þaki er nokkurs konar „innigata“. Frá henni er gengið inn í hverja íbúð fyrir sig. Útgengt er á verönd við hverja íbúð. Starfsmannarými er í húsinu og hugmyndin er sú að íbúar geti leitað til starfsfólks án þess að fara undir bert loft.

Staðsetning hússins var valin með það fyrir augun að stutt sé í alla helstu þjónustu, ekki síst Smiðjuna, sem er dagþjónusta og vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu. Útibú Verkís á Vesturlandi annast byggingarstjórn verksins og eftirlit með því en teiknistofan AVH á Akureyri hannar húsið.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Ólafsbraut, Ólafsvík

Stærð:

440 fermetrar

Verktími:

2020 –

 

Heimsmarkmið