Verkefni

Vesturbæjarskóli

Um er að ræða eftirlit með uppsteypu og fullnaðarfrágangi á viðbyggingu við Vesturbæjarskóla auk ýmissa breytinga á eldri byggingu.

Viðbyggingin er á þremur hæðum og verða þar m.a. kennslustofur, fjölnota salur og aðstaða fyrir tónlistarkennslu.

Í heildina er stærð viðbyggingar rétt um 1.400 fermetrar og eru áætluð verklok um miðjan ágúst 2018. Uppsteypu er lokið, breytingum á leikfimisal er sömuleiðis lokið og hefur hann verið tekinn í notkun. Sem stendur er frágangur innanhúss í nýbyggingu í fullum gangi auk þess sem unnið er að ýmsum breytingum í eldra húsnæði.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Sólvallagata 67, 101 Reykjavík

Stærð:

1.400 m²

Verktími:

2017 – 2019

 

Heimsmarkmið