Verkefni

Vífilsbúð

Samkvæmt samningi úthlutar Garðabær skátafélaginu Vífli lóð í Heiðmörk til að byggja útilífsmiðstöð.

Vífilsbúð var vígð í maí 2022.

Stærð lóðarinnar er um 3.000 fermetrar. Gert er ráð fyrir að útilífsmiðstöðin verði um 200 fermetrar að gólffleti og þar að auki svefnloft um 100 fermetrar. 

Húsið skiptist í svefnskála sem er á tveimur hæðum og samkomusal sem er á einni hæð og tengjast byggingarnar með gangi. Undirstöður og botnplata eru steypt en annað er byggt úr timbri. Arkitekt er Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþing arkitektum og Verkís sér um brunatæknilega hönnun og hönnun burðarvirkja, lagna og rafkerfa. 

Með tilkoma nýju útilífsmiðstöðvarinnar skapast betri möguleikar á að efla áhuga barna og unglinga á starfsemi skátafélagsins, enda verður húsnæðið notað til að starfrækja fjölbreytta uppeldisstarfsemi í anda skátahreyfingarinnar.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Heiðmörk, Garðabæ

Stærð:

Lóð 3.000 m², gólfflötur 200 m², svefnloft 100 m²

Verktími:

2019 – 2022

 

Heimsmarkmið