Verkefni

Álverið í Straumsvík

Álverið í Straumsvík hóf framleiðslu sína árið 1970.

Það hefur verið samfelld framleiðsla í álverinu til að auka framleiðslugetu, skilvirkni, draga úr umhverfisáhrifum, auka heilsu og öryggi af rekstri.

Nánar um verkefnið

Álverið uppfærði búnað sinn til að auka framleiðslugetuna um 20 prósent, ásamt því að bæta framleiðsluferli í steypuskálum til að auka framleiðslu og skilvirkni í lofthreinsunar búnaði. 

Framleiðslan jókst um 40.000 tonn á ári sem leiddi til uppfærslu á tveimur kerskálum, endurvinnslu, skautsmiðju, tveggja nýrra miðstöðva fyrir gasmeðhöndlun, súrálsmeðhöndlun og innviði.

Verkið felur í sér uppbyggingu á steypuskála, breytingar á tveimur gryfjum og þremur nýjum ofnum. Ásamt áhættugreiningu í tengslum við endurnýjun súrálskrana og þurrkofn í steypuskála. 

Verkís annaðist verkefnastjórn, áætlanagerð, innkaup á búnaði, útboðsgögn, endurskoðun tilboða, samningastjórnun, framkvæmdastjórnun, framkvæmdaeftirlit, landmælingar, prófanir, burðarvirki, véla- og rafmagnskerfi, kælikerfi, lagnir, loftræsikerfi og hagkvæmniathuganir.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Hafnarfjörður

Stærð:

230.000 tonn á ári

Verktími:

2009-2013

 

Heimsmarkmið