Verkefni

Alvotech

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu samheitalyfja, lausasölulyfja og líftæknilyfja.

Nánar um verkefnið

Innan setursins verða þróuð hágæða líftæknilyf sem eru mikilvæg til meðhöndlunar á ýmsum algengum og erfiðum sjúkdómum eins og gigt, öðrum sjálfsónæmissjúkdómum og krabbameini.

Árið 2013 hófst bygging hátækniseturs sem sinnir þróun og framleiðslu líftæknilyfja hjá systurfélagi Alvogen á Íslandi, Alvotech. Byggingin mun hýsa framleiðslu, rannsóknarstofur og skrifstofur.

Hússtjórnarkerfið samanstendur af 5 iðntölvum,Siemens S7-1200 og S7-1500, með um alls 1.000 inn- og útgöngum. Skjákerfið Siemens WinCC er með um 4.000 merki og 40 skjámyndum.

Verkís annaðist hönnun á stjórnkerfum fyrir hússtjórnarkerfi og 400 dreifikerfum fyrir framleiðslu og hjálparkerfi ásamt gangsetningum og prófunum á þessum kerfum.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Sæmundargata 15-19, Reykjavík

Stærð:

13.000 fermetrar

Verktími:

2014-2016

 

Heimsmarkmið