Verkefni

G. Run fiskvinnsla

G.Run fiskvinnsla hlaut Nýsköpunarverðlaun Vesturlands 2018 fyrir óvenju metnaðarfulla uppbyggingu nýrrar hátæknilegrar fiskvinnslu í Grundarfirði.

Nánar um verkefnið

Í byggingunni eru bæði hráefniskælir og afurðakælir, en það er einnig nýjung að vera með sérstakan afurðakæli þar sem hitastigið getur farið niður í -10°C. Í fiskvinnslunni er mikil áhersla lögð á hreinlæti og er vinnslusalurinn spúlaður með vatni hátt og lágt á hverjum einasta degi. Því var ákveðið að hafa staðsteypta veggi í vinnslusalnum. Burðarbitar í þaki eru grindarbitar úr stáli og er manngengt lagnarými fyrir loftræsingu, raflagnir og vatnlagnir í þakrýminu sem afmarkast af þaki úr PIR einingum og trapisustálplötum undir neðra byrði grindarbitanna.

Við hönnun byggingarinnar var stuðst við BIM aðferðarfræðina þar sem allir byggingahlutar eru teiknaðir upp í þrívídd. Verkís sá um hönnun burðarvirkja, loftræsikerfa, vatnsúðakerfa, hreinlætis- og vatnskerfa, raflagna, lýsingar, reykskynjarakerfa, myndavélakerfa, fjarskiptakerfa auk brunahönnunar.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Sólvellir 2, Grundarfjörður

Stærð:

Fyrsta hæð 2.430 fermetrar / önnur hæð 275 fermetrar

Verktími:

2017 – 2019

 

Heimsmarkmið