Verkefni

Kísilverksmiðja PCC

Um er að ræða forhönnun á Kísilverksmiðju PCC á Bakka við Húsavík fyrir SMS-Siemag AG, sem er með samning við PCC í Þýskalandi.

Um er að ræða um 45.000 fermetra af byggingum og um 13 hektara lóð.

Framleiðslugeta verksmiðjunnar í þessum áfanga er áætlaður um 32.000 tonn af kísil, með ætlanir um stækkun upp í 64.000 tonna ársframleiðslu.

Verkið tekur til grundunnar-, hönnunar- og álagsskilgreiningar fyrir mannvirki, forhönnun, kostnaðarskoðunar/áætlanir og er lokaafurðin kostnaðaráætlun um framkvæmdina í heild sinni.

Hönnunin skiptist í eftirfarandi flokka; burðarvirki/grundun, lagnir- og loftræsilagnir, rafmagn, bruna- og öryggishönnun, lóðar- og arkitektahönnun. Verkís annaðist forhönnun á verksmiðjunni, grundunnar-, hönnunar og álagsskilgreiningar fyrir mannvirki, kostnaðarskoðunar/áætlanir og kostnaðaráætlun um framkvæmdina í heild sinni.

Óbeint verkefni Verkís sem tengjast Kísilverksmiðju PCC á Bakka er eftirlit með gerð Húsavíkurhöfðaganga sem tengja saman iðnaðarsvæðið á Bakka við Húsavíkurhöfn. Verkís hafði umsjón og eftirlit með verkinu fyrir Vegagerðina. Göngin voru tekin í notkun í nóvember 2017.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Húsavík

Stærð:

32.000 tonn á ári

Verktími:

2012-2013

 

Heimsmarkmið