Verkefni

Metangasverksmiðja

Í metangasverksmiðjan í Bergen í Noregi, Bergen biogassanlegg, er framleitt metangas sem notað er sem eldsneyti fyrir strætisvagna í sveitarfélaginu.

Verksmiðjan safnar seyru frá skólphreinsistöðvum í sveitarfélaginu og framleiðir metanið úr henni.

Nánar um verkefnið

Seyra eru þau óhreinindi sem skilin eru frá fráveituvatni með botnfellingu, síu- eða ristarúrgangs, það er eftir að forhreinsun hefur átt sér stað. Reiknað er með að um 42 þúsund tonn af votri seyru fari um verksmiðjuna á hverju ári. 

Verksmiðjan er einnig með móttöku fyrir úrgang úr rotþróm, matarúrgang frá veitingastöðum og hótelum, fitu úr fituskilju og afísunarvökva frá Flesland flugvelli í næsta nágrenni. Þegar verksmiðjan er á fullum afköstum getur hún framleitt metangas sem dugar til að keyra 80 strætisvagna. 

Verkís sá um hönnun á burðarkerfi bygginga, lagna- og loftræsikerfum, raflagnakerfum, brunahönnun og hljóðhönnun. Verkefnið er unnið samkvæmt BIM aðferðafræðinni.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Bergen, Noregi

Stærð:

42 þúsund tonn af seyru, grunnfletir 1.200 fermetrar og 600 fermetrar

Verktími:

2013-2016

 

Heimsmarkmið