Verkefni

Norðurál Grundartanga

Árið 1995 var ákveðið að reisa nýtt álver, í ágúst 1996 varð ljóst að Ísland væri besti kosturinn og var fyrsta skóflustungan að Norðuráli á Grundartanga tekin í apríl árið 1997.

Nánar um verkefnið

Framleiðslugeta Norðuráls var í fyrsta áfanga 60.000 tonn á ári og sumarið 2001 var hún aukin í 90.000 tonn á ári með gangsetningu annars áfanga. Á árinu 2006 var framleiðslugetan aukin í 220 þúsund tonn og í 260 þúsund tonn árið 2007.  

Við hönnun kerfa var farið yfir gæðamál raforku og gerðar segulsviðsmælingar. Einnig sá Verkís um gerð hermilíkans viðhaldskerfa og uppfærslu á öryggisbúnaði sem notaður er í viðhaldsvinnu. Ásamt CE merkingum á baðefnavinnslustöð, steypulínu, melmisframleiðslu, kerréttingavélum og bakskautaklemmu. Verkís var þátttakandi sem leiðandi félag í gegnum HRV Engineering, ásamt því að sjá um verkefnastjórn, kostnaðarmat, vélakerfi, kælikerfi, lagnir, loftræsikerfi, framkvæmdastjórn og eftirlit, útboðsgögn, endurskoðun tilboða, tæknilega stjórnun, gæðaeftirlit, rekstur og viðhald.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Grundartangi

Stærð:

260.000 tonn á ári

Verktími:

1996-2007

 

Heimsmarkmið