Verkefni

Búðarhálsvirkjun

Búðarhálsvirkjun er staðsett í Tungnaá rétt neðan við núverandi Hrauneyjafossstöð á Suðurlandi.

Virkjað rennsli er 280 rúmmetrar á sekúndu og fallhæð 40 m.

Nánar um verkefnið

Tungnaá á upptök sín í Vatnajökli og Hofsjökli og hefur verið virkjuð með nokkrum vatnsaflsmannvirkjum ofan við Búðarháls, þar á meðal í tengslum við framkvæmdir við Þórisvatnslón.

Verkefnið virkjar rennslisvatn Tungnaár frá frárennslisskurði núverandi Hrauneyjafossvirkjunar og Köldukvísl að Sultartangalóni neðan við Búðarháls.  Grjótfyllingarstífla, Sporðöldustífla, myndar uppistöðulón virkjunarinnar, Sporðöldukvíslarlón.  Stíflan aðgreinist í tvo hluta af núverandi hrygg milli Köldukvíslar og Sporðöldukvíslar.  Aðrennslisgöng eru grafin í gegnum Búðarhálsinn, sem veita vatni að tveimur niðurgröfnum fallpípum úr stáli, sem leiða vatnið að stöðvarhúsinu vestan megin í Búðarhálsinum.

Stöðvarhúsið er mannvirki undir berum himni með tveimur Kaplan-túrbínum og -rafala á lóðréttum ás.  Aðalspennar virkjunarinnar eru staðsettir utanhúss framan við vélarsalinn.  Frárennslisskurður, 0,4 km langur, veitir vatninu frá stöðvarhúsinu að Sultartangalóni.

Sérfræðingar Verkís unnu að yfirferð/rýni á verkhönnun og hönnunarforsendum virkjunarinnar ásamt yfirferð/rýni á hönnun byggingarvirkja. Jafnframt útboðshönnun á vél- og rafbúnaði og gerð útboðsgagna, mat á tilboðum verktaka og gerð verksamninga ásamt hönnunarrýni á deilihönnun verktaka á vél- og rafbúnaði.

Verkefnið í hnotskurn

Staðsetning:

Ísland – Tungnaá   

Stærð:

95 MW

Verktími:

2007 – 2014